Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 07:48 Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift nýtur fádæma vinsælda um þessar mundir. AP Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga. Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga.
Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“