Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 11:44 Barn bólusett við mislingum. EPA/STRINGER Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fólk getur fengið ráðleggingar vegna gruns um mislingasmit í gegnum netspjall Heilsuveru. Erlendur ferðamaður greindist nýverið með mislinga hér á landi og er unnið að smitrakningu. Talið er að óbólusett börn séu meðal þeirra hundraða sem útsettir eru fyrir smiti. Sjá einnig: Óbólusett börn meðal útsettra Foreldrar óbólusettra barna eru hvött til að bólusetja þau hið snarasta. Börn 0-6 mánaða Börn 0-6 mánaða eru ekki bólusett. Ef upp kemur hópsýking eru foreldrar hvattir til að halda börnum á þessum aldri frá margmenni. Börn 6-18 mánaða Börn 6-18 mánaða geta aðeins fengið bólusetningu ef talin er hætta á að þau smitist eða hafi smitast. Bólusetning innan þriggja sólarhringa frá smiti minnkar líkur á veikindum. Ef upp kemur smit fer smitrakning í gang. Haft verður samband við foreldra með skilaboðum á Mínum síðum á Heilsuveru eða SMS. Ef foreldrar fá ekki skilaboð er ekki boðið upp á bólusetningu fyrir börn á þessum aldri. Bólusetning sem gerð er fyrir 12 mánaða aldur veitir ekki langtímavörn og þarf þá að endurtaka bólusetninguna við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur. Börn 18 mánaða og eldri Foreldrar barna 18 mánaða og eldri sem ekki hafa verið bólusett eru hvattir til að þiggja bólusetningu fyrir börn sín sem fyrst. Best er að hafa samband við sína heilsugæslustöð og fá tíma í bólusetningu. Ef foreldrar eru ekki vissir hvort barn er bólusett má finna upplýsingar um það á Mínum síðum á Heilsuveru. Einnig er hægt að hafa samband við Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða í gegnum netspjall Heilsuveru og fá upplýsingar um bólusetningu barna. Fullorðnir einstaklingar Ekki á að bólusetja fólk sem er fætt fyrir 1970 þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga. Ef upp kemur smit í nánasta umhverfi fullorðinna sem fæddir eru 1970 eða síðar mun smitrakningarteymi hafa samband og bjóða viðkomandi bólusetningu. Einkenni mislinga Mislingar eru bráðsmitandi veirusjúkdómur, allt að 90 prósent útsettra smitast. Smit verður helst með úða frá öndunarfærum, til dæmis við hósta eða hnerra. Ólíkt inflúensu og kvefveirum getur mislingaveiran legið í loftinu og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið. Einkenni mislingasmits eru oftast lík flensueinkennum í byrjun og koma fram 1-3 vikum eftir smit. Bólgnir eitlarHitiNefrennsliHóstiHöfuðverkurSviði í augum, roði og/eða vot auguÚtbrot sem ná yfir allan líkamann koma fram á þriðja eða fjórða degiÚtbrot í slímhúðum í munni eru mjög einkennandi en eru helst sýnileg fyrsta daginn sem útbrot koma framUng börn fá oft niðurgang með hita áður en útbrotin koma fram Heilsugæsla Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fólk getur fengið ráðleggingar vegna gruns um mislingasmit í gegnum netspjall Heilsuveru. Erlendur ferðamaður greindist nýverið með mislinga hér á landi og er unnið að smitrakningu. Talið er að óbólusett börn séu meðal þeirra hundraða sem útsettir eru fyrir smiti. Sjá einnig: Óbólusett börn meðal útsettra Foreldrar óbólusettra barna eru hvött til að bólusetja þau hið snarasta. Börn 0-6 mánaða Börn 0-6 mánaða eru ekki bólusett. Ef upp kemur hópsýking eru foreldrar hvattir til að halda börnum á þessum aldri frá margmenni. Börn 6-18 mánaða Börn 6-18 mánaða geta aðeins fengið bólusetningu ef talin er hætta á að þau smitist eða hafi smitast. Bólusetning innan þriggja sólarhringa frá smiti minnkar líkur á veikindum. Ef upp kemur smit fer smitrakning í gang. Haft verður samband við foreldra með skilaboðum á Mínum síðum á Heilsuveru eða SMS. Ef foreldrar fá ekki skilaboð er ekki boðið upp á bólusetningu fyrir börn á þessum aldri. Bólusetning sem gerð er fyrir 12 mánaða aldur veitir ekki langtímavörn og þarf þá að endurtaka bólusetninguna við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur. Börn 18 mánaða og eldri Foreldrar barna 18 mánaða og eldri sem ekki hafa verið bólusett eru hvattir til að þiggja bólusetningu fyrir börn sín sem fyrst. Best er að hafa samband við sína heilsugæslustöð og fá tíma í bólusetningu. Ef foreldrar eru ekki vissir hvort barn er bólusett má finna upplýsingar um það á Mínum síðum á Heilsuveru. Einnig er hægt að hafa samband við Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða í gegnum netspjall Heilsuveru og fá upplýsingar um bólusetningu barna. Fullorðnir einstaklingar Ekki á að bólusetja fólk sem er fætt fyrir 1970 þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga. Ef upp kemur smit í nánasta umhverfi fullorðinna sem fæddir eru 1970 eða síðar mun smitrakningarteymi hafa samband og bjóða viðkomandi bólusetningu. Einkenni mislinga Mislingar eru bráðsmitandi veirusjúkdómur, allt að 90 prósent útsettra smitast. Smit verður helst með úða frá öndunarfærum, til dæmis við hósta eða hnerra. Ólíkt inflúensu og kvefveirum getur mislingaveiran legið í loftinu og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið. Einkenni mislingasmits eru oftast lík flensueinkennum í byrjun og koma fram 1-3 vikum eftir smit. Bólgnir eitlarHitiNefrennsliHóstiHöfuðverkurSviði í augum, roði og/eða vot auguÚtbrot sem ná yfir allan líkamann koma fram á þriðja eða fjórða degiÚtbrot í slímhúðum í munni eru mjög einkennandi en eru helst sýnileg fyrsta daginn sem útbrot koma framUng börn fá oft niðurgang með hita áður en útbrotin koma fram
Heilsugæsla Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02
Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15
Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06