Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 16:09 Stefán Kristjánsson er forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík. Einhamar/Vísir Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. Stefán Kristjánsson greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Í færslunni segist hann vera með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs, og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo. „Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál.“ Stefán birti jafnfram mynd af kærunni sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu, með dómsmálaráðherra í fyrirsvari vegna ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fallist á flýtimeðferð Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fer með málið fyrir hönd Stefáns. Farið er fram á að staðfest verði að Stefáni hafi verið óskylt að hlýta ákvörðun ríkislögreglustjóra, frá 13. janúar 2024 um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum. Óskað var eftir flýtimeðferð og féllst Héraðsdómur Reykjavikur á þá beiðni. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur þó tjáð sig áður um ákvarðanir almannavarna og yfirvalda varðandi lokun bæjarins. Fiskvinnsla Einhamars opnaði þann 9. janúar síðastliðinn eftir tveggja mánaða lokun. Þá hafði verið varað við því að fólk þyrfti að vera undirbúið fyrir að geta yfirgefið bæinn í skyndi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði blendnar tilfinningar fylgja opnuninni. Tæpri viku síðar hófst eldgos í og við bæjarmörk Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Stefán Kristjánsson greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Í færslunni segist hann vera með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs, og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo. „Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál.“ Stefán birti jafnfram mynd af kærunni sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu, með dómsmálaráðherra í fyrirsvari vegna ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fallist á flýtimeðferð Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fer með málið fyrir hönd Stefáns. Farið er fram á að staðfest verði að Stefáni hafi verið óskylt að hlýta ákvörðun ríkislögreglustjóra, frá 13. janúar 2024 um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum. Óskað var eftir flýtimeðferð og féllst Héraðsdómur Reykjavikur á þá beiðni. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur þó tjáð sig áður um ákvarðanir almannavarna og yfirvalda varðandi lokun bæjarins. Fiskvinnsla Einhamars opnaði þann 9. janúar síðastliðinn eftir tveggja mánaða lokun. Þá hafði verið varað við því að fólk þyrfti að vera undirbúið fyrir að geta yfirgefið bæinn í skyndi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði blendnar tilfinningar fylgja opnuninni. Tæpri viku síðar hófst eldgos í og við bæjarmörk Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00