Ármann stöðvuðu endurkomu FH Snorri Már Vagnsson skrifar 6. febrúar 2024 22:19 PolishWonder og Blazter mættust á Nuke í kvöld. Ármann sigruðu FH í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. FH náðu að jafna leikinn í 10-10 áður en náðarhöggið frá Ármanni kom að lokum. Leikurinn var spilaður á Nuke og hófu Ármann leikinn vel, en þeir spiluðu fyrri hálfleik í vörn. Eftir að komast í 2-0 voru FH þó ekki lengi að átta sig og jöfnuðu í 2-2. Ármann voru fljótir að hefja leik sinn upp að nýju, en þeir sigruðu lotu eftir lotu í kjölfar jöfnunarlotu FH. Ármann komust í 7-2 áður en FH fundu loks lotusigur að nýju eftir að planta sprengjunni á B-svæðinu á Nuke, 7-3. FH náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með að sigra allar loturnar fram að honum, og gátu því verið sáttir með stöðuna í hálfleik. Staðan í hálfleik: Ármann 7-5 FH Ármann sigruðu skammbyssulotuna í seinni hálfleik og stungu FH-inga strax af. Ármann komust í stöðuna 10-5 áður en FH fundu loks sigurlotu, 10-6. FH-ingar tóku næstu fjórar lotur og jöfnuðu leikinn því í 10-10. Eftir að ná loksins að komast í leikinn að nýju misstu FH Ármann frá sér að nýju og fóru þeir bláu alla leið og sigruðu leikinn. Lokatölur: Ármann 13-10 FH Ármann fara aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á undan Sögu sem á þó leik til góða. FH eru í 7. sæti deildarinnar eftir slappt gengi í síðustu leikjum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Leikurinn var spilaður á Nuke og hófu Ármann leikinn vel, en þeir spiluðu fyrri hálfleik í vörn. Eftir að komast í 2-0 voru FH þó ekki lengi að átta sig og jöfnuðu í 2-2. Ármann voru fljótir að hefja leik sinn upp að nýju, en þeir sigruðu lotu eftir lotu í kjölfar jöfnunarlotu FH. Ármann komust í 7-2 áður en FH fundu loks lotusigur að nýju eftir að planta sprengjunni á B-svæðinu á Nuke, 7-3. FH náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með að sigra allar loturnar fram að honum, og gátu því verið sáttir með stöðuna í hálfleik. Staðan í hálfleik: Ármann 7-5 FH Ármann sigruðu skammbyssulotuna í seinni hálfleik og stungu FH-inga strax af. Ármann komust í stöðuna 10-5 áður en FH fundu loks sigurlotu, 10-6. FH-ingar tóku næstu fjórar lotur og jöfnuðu leikinn því í 10-10. Eftir að ná loksins að komast í leikinn að nýju misstu FH Ármann frá sér að nýju og fóru þeir bláu alla leið og sigruðu leikinn. Lokatölur: Ármann 13-10 FH Ármann fara aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á undan Sögu sem á þó leik til góða. FH eru í 7. sæti deildarinnar eftir slappt gengi í síðustu leikjum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport