„Hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 14:31 Hjörtur Geirsson tónlistarmaður var að endurútgefa plötuna sína The Flow sem er upprunalega frá árinu 2007. Aðsend „Ég er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson sem er nú að endurútgefa plötuna sína The Flow frá árinu 2007. „Þetta er ellefu laga diskur og allt frumsamin lög eftir mig. Ég hljóðritaði sjálfur, lék á öll hljóðfæri en nota trommuheila í sumum lögunum.“ Hér má heyra lagið Miss Beautiful af plötunni: Klippa: Hjörtur Geisson - Miss Beautiful Tók plötuna upp heima Allir textarnir eru á ensku og segir Hjörtur að yrkisefnin séu mörg, þar á meðal sé sumt súrrealískt. „Ég á að baki nokkrar sólóplötur en fyrst gaf ég út kassettur á níunda áratunum. Þekktust þeirra er So true indeed og sko kom fyrsti diskurinn minn opinberlega út árið 2000 en hann hét The Ballads of The Undefined. Sú plata var tekin upp í hljóðverinu Ofheyrn en The Flow var alfarið tekin upp heima.“ Ofurtrú á að lögin séu óvenjulega melódísk Hjörtur er fæddur árið 1957 og byrjaði á blásturshljóðfæri um átta ára aldur. Hann hefur komið víða að í tónlistarbransanum. „Ég spilaði mest á bassa á unglingsárunum en leiðir lá svo út í trúbadoraferil og marga tónleika. Sömuleiðis hef ég leikið í fjölda mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina.“ The Flow kom sem áður segir fyrst út árið 2007. Aðspurður hvers vegna hann ákvað að endurútgefa plötuna svarar Hjörtur: „Ástæðan er að bera fram næstum tuttugu ára gamla plötu mína af ofurtrú minni á að þessi melódísku lög mín séu óvenjulega melódísk eins og fleiri lög mín og að þau hafi knýjandi erindi til fólks. Sömuleiðis er ástæðan sú að ég tel mig hafa mætt misskilningi en nú er disknum dreift í hljómplötuverslanir sem var ekki gert í fyrri útgáfu árið 2007.“ Plötuumslagið fyrir The Flow. Aðsend Segist ekki fást við hermi-tónlist Hjörtur segist leggja mest upp úr melódíunni í tónsmíðinni. „Enda á ég mjög létt með að semja melódíur en mest af hljóðfæraleiknum er spilaður „by feel“ eins og það er kallað, eftir tilfinningu. Ég þarf heldur ekki að reikna til að spila og er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist. Ég hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar,“ segir Hjörtur og bætir að lokum við að hann hafi nú þegar dreift The Flow í allar helstu plötubúðir bæjarins. Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er ellefu laga diskur og allt frumsamin lög eftir mig. Ég hljóðritaði sjálfur, lék á öll hljóðfæri en nota trommuheila í sumum lögunum.“ Hér má heyra lagið Miss Beautiful af plötunni: Klippa: Hjörtur Geisson - Miss Beautiful Tók plötuna upp heima Allir textarnir eru á ensku og segir Hjörtur að yrkisefnin séu mörg, þar á meðal sé sumt súrrealískt. „Ég á að baki nokkrar sólóplötur en fyrst gaf ég út kassettur á níunda áratunum. Þekktust þeirra er So true indeed og sko kom fyrsti diskurinn minn opinberlega út árið 2000 en hann hét The Ballads of The Undefined. Sú plata var tekin upp í hljóðverinu Ofheyrn en The Flow var alfarið tekin upp heima.“ Ofurtrú á að lögin séu óvenjulega melódísk Hjörtur er fæddur árið 1957 og byrjaði á blásturshljóðfæri um átta ára aldur. Hann hefur komið víða að í tónlistarbransanum. „Ég spilaði mest á bassa á unglingsárunum en leiðir lá svo út í trúbadoraferil og marga tónleika. Sömuleiðis hef ég leikið í fjölda mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina.“ The Flow kom sem áður segir fyrst út árið 2007. Aðspurður hvers vegna hann ákvað að endurútgefa plötuna svarar Hjörtur: „Ástæðan er að bera fram næstum tuttugu ára gamla plötu mína af ofurtrú minni á að þessi melódísku lög mín séu óvenjulega melódísk eins og fleiri lög mín og að þau hafi knýjandi erindi til fólks. Sömuleiðis er ástæðan sú að ég tel mig hafa mætt misskilningi en nú er disknum dreift í hljómplötuverslanir sem var ekki gert í fyrri útgáfu árið 2007.“ Plötuumslagið fyrir The Flow. Aðsend Segist ekki fást við hermi-tónlist Hjörtur segist leggja mest upp úr melódíunni í tónsmíðinni. „Enda á ég mjög létt með að semja melódíur en mest af hljóðfæraleiknum er spilaður „by feel“ eins og það er kallað, eftir tilfinningu. Ég þarf heldur ekki að reikna til að spila og er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist. Ég hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar,“ segir Hjörtur og bætir að lokum við að hann hafi nú þegar dreift The Flow í allar helstu plötubúðir bæjarins.
Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira