Hart deilt um fyrirhugaða sumarlokun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 07:02 Bókasöfn í Reykjavík verða lokuð til skiptis þrjár vikur í senn í sumar. Vísir/Vilhelm Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira