Ákveðin svæði mun verr farin en önnur Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. febrúar 2024 23:36 Hallgrímur Örn Arngrímsson fór yfir stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Sigurjón Undanfarnar þrjár vikur hefur verið unnið að því að skoða sprungur og holrými í Grindavík. „Við erum búin með örugglega helming bæjarins eins og staðan er í dag,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar Verkís, sem ræddi um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verkið er bæði unnið með göngujarðsjá og drónajarðsjá. Hann segir að með þeim tækjum komi miklu meira í ljós en sjáist á yfirborðinu, eða niður á um það bil tíu metra dýpi. Með þessu hafi smærri og stærri sprungur, sprungusveimar, og jafnvel holrými komið í ljós. Hallgrímur segir þó að enn sem komið er hafi lítið sést af holrými. „Það eru ákveðin svæði sem er mun verr farin heldur en önnur,“ segir Hallgrímur. „Verkefnið gengur líka út á það að finna ákveðinn núllpunkt, og komast að því hvernig staðan er í dag. Því við eigum allt eins von á því að svæðið breytist í næsta viðburði,“ segir hann. „Þannig við erum líka að vinna aðgerðaráætlun um það hvernig við ætlum að skoða svæðið aftur, forgangsraða hvað við skoðum fyrst með áherslu á flóttaleiðir og slíkt, og setja þá ákveðin svæði í eins konar gjörgæslu.“ Aðspurður um hversu mikil og djúp holrýmin séu sem hafi fundist segir Hallgrímur erfitt að segja. Dæmi séu um sprungu sem sé tuttugu metra djúp, þar sem slys varð í byrjun janúar þar sem maður féll ofan í sprungu, og þá séu önnur dæmi um tíu metra djúpar sprungur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við erum búin með örugglega helming bæjarins eins og staðan er í dag,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar Verkís, sem ræddi um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verkið er bæði unnið með göngujarðsjá og drónajarðsjá. Hann segir að með þeim tækjum komi miklu meira í ljós en sjáist á yfirborðinu, eða niður á um það bil tíu metra dýpi. Með þessu hafi smærri og stærri sprungur, sprungusveimar, og jafnvel holrými komið í ljós. Hallgrímur segir þó að enn sem komið er hafi lítið sést af holrými. „Það eru ákveðin svæði sem er mun verr farin heldur en önnur,“ segir Hallgrímur. „Verkefnið gengur líka út á það að finna ákveðinn núllpunkt, og komast að því hvernig staðan er í dag. Því við eigum allt eins von á því að svæðið breytist í næsta viðburði,“ segir hann. „Þannig við erum líka að vinna aðgerðaráætlun um það hvernig við ætlum að skoða svæðið aftur, forgangsraða hvað við skoðum fyrst með áherslu á flóttaleiðir og slíkt, og setja þá ákveðin svæði í eins konar gjörgæslu.“ Aðspurður um hversu mikil og djúp holrýmin séu sem hafi fundist segir Hallgrímur erfitt að segja. Dæmi séu um sprungu sem sé tuttugu metra djúp, þar sem slys varð í byrjun janúar þar sem maður féll ofan í sprungu, og þá séu önnur dæmi um tíu metra djúpar sprungur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira