„Ég átti afar erfitt með að halda aftur af tárunum þegar ég fylgdist með“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:00 Dóttir Hildar Maríu og Sigurðar Jakobs mætti í heiminn fjórum vikum fyrir settan dag. Hildur María Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður eignuðust stúlku 4. febrúar síðastliðinn, fjórum vikum fyrir settan dag. Parið greinir frá komu dótturinnar í sameiginlegri færslu á Instagram. „Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017. Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017.
Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00