„Ég átti afar erfitt með að halda aftur af tárunum þegar ég fylgdist með“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:00 Dóttir Hildar Maríu og Sigurðar Jakobs mætti í heiminn fjórum vikum fyrir settan dag. Hildur María Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður eignuðust stúlku 4. febrúar síðastliðinn, fjórum vikum fyrir settan dag. Parið greinir frá komu dótturinnar í sameiginlegri færslu á Instagram. „Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017. Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017.
Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00