Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:09 Þær Bergþóra, Kristín og María eru staddar í Kaíró. Þær gáfust upp á biðinni og reyna nú að bjarga sem flestum dvalarleyfishöfum frá Gasa. Aðsend Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. María Lilja Þrastardóttir er stödd í Egyptalandi ásamt rithöfundunum Kristínu Eiríksdóttur og Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Þeim blöskraði aðgerðaleysi stjórnvalda og ákváðu að halda út á eigin vegum og reyna að bjarga fólki frá Gasa sem hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameininga. María segir að líklegt sé að fjölskyldan komist til Íslands í nótt. Þegar fréttastofa náði tali af Maríu voru þær staddar í Kaíró á stöðufundi um næstu skref. Staðan verður sífellt erfiðari en Ísraelsher hefur aukið þungann í árásum sínum á Rafah - þar fjöldinn allur af óbreyttum borgurum hefur leitað skjóls. „Við erum farnar að finna fyrir örlítilli þreytu, en við erum samt hvergi nærri hættar. Við getum ekki snúið baki við öllu þessu fólki,“ segir María. Þreytan sem konurnar finna fyrir er ekki síst tilkomin vegna andlega álagsins. „Við finnum það alveg á eigin skinni. Maður er hérna með krónískan kökk í hálsinum. Það sem við erum að gera er að forgangsraða fólki og börnum eftir veikindum af því að við náum ekki öllum út í einu.“ Þeim líði skelfilega með að velja á milli fólks sem eigi sama rétt. „Við erum á þeim stað núna að við þurfum að velja eina og eina fjölskyldu því við höfum ekki diplómataréttindi, við þurfum að fara eftir öðrum leiðum. Við erum að tala um að við erum að raða litlum einstaklingum, börnum, og forgangsraða þeim eftir veikindum.“ María bendir á að í hópi þeirra barna sem bíði eftir björgun sé langveik þriggja ára stúlka. „Það er dagaspursmál hvenær lífsnauðsynlegu lyfin hennar klárast. Svo erum við með ungan dreng sem er svo mikið slasaður að hann liggur bara. Fyrir hafði hann misst annað nýrað í sprengjutilræði Ísraelshers og það er svo ofboðslega sárt að þurfa að segja þessi næst en hinn þarf að bíða og þetta er ólýsanlega sár og vond tilfinning eins og það er síðan gott og gefandi þegar þetta gengur upp eins og gerðist núna þegar við fengum fyrstu fjölskylduna í hendur,“ útskýrir María. Þær María, Kristín og Bergþóra furða sig allar á því hversu hægt íslensk stjórnvöld hreyfa sig í málinu sér í lagi í ljósi þeirrar neyðar sem ríkir á Gasa. Aukinn þungi í árásum Ísraelshers í borginni Rafah bæti síðan gráu ofan á svart. Þær vita ekki til þess að nein hreyfing sé komin á málið. „Nei, og það er alveg ofboðslega skrítið til þess að hugsa að hér höfum við ráðuneyti sem að ég veit bara fyrir víst að er stútfullt af ofboðslega sérhæfðu, menntuðu, kláru fólki sem kann þetta. Þetta er það sem þau kunna þannig að maður veltir fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þessi töf? Hvar stoppar þetta? Því það getur engin sagt mér að þetta klára og vel menntaða fólk kunni ekki að bregðast við þessum aðstæðum, að það sé bara endalaust að funda og labba í sömu hringina.“ María segir að stjórnvöld verði að fara að bregðast við. Þetta snúist um klukkutíma en ekki daga í ljósi aukinnar ákefðar í árásum á Rafah. „Það verður ekki hægt að bjarga fólki í gegnum þessi landamæri ef íslensk stjórnvöld fara ekki að girða sig í brók og vinna vinnuna sem þau voru sannarlega kjörin til þess að sinna þá hafa þau líf allra þessara barna á samviskunni,“ segir María. Palestína Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. 5. febrúar 2024 13:24 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir er stödd í Egyptalandi ásamt rithöfundunum Kristínu Eiríksdóttur og Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Þeim blöskraði aðgerðaleysi stjórnvalda og ákváðu að halda út á eigin vegum og reyna að bjarga fólki frá Gasa sem hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameininga. María segir að líklegt sé að fjölskyldan komist til Íslands í nótt. Þegar fréttastofa náði tali af Maríu voru þær staddar í Kaíró á stöðufundi um næstu skref. Staðan verður sífellt erfiðari en Ísraelsher hefur aukið þungann í árásum sínum á Rafah - þar fjöldinn allur af óbreyttum borgurum hefur leitað skjóls. „Við erum farnar að finna fyrir örlítilli þreytu, en við erum samt hvergi nærri hættar. Við getum ekki snúið baki við öllu þessu fólki,“ segir María. Þreytan sem konurnar finna fyrir er ekki síst tilkomin vegna andlega álagsins. „Við finnum það alveg á eigin skinni. Maður er hérna með krónískan kökk í hálsinum. Það sem við erum að gera er að forgangsraða fólki og börnum eftir veikindum af því að við náum ekki öllum út í einu.“ Þeim líði skelfilega með að velja á milli fólks sem eigi sama rétt. „Við erum á þeim stað núna að við þurfum að velja eina og eina fjölskyldu því við höfum ekki diplómataréttindi, við þurfum að fara eftir öðrum leiðum. Við erum að tala um að við erum að raða litlum einstaklingum, börnum, og forgangsraða þeim eftir veikindum.“ María bendir á að í hópi þeirra barna sem bíði eftir björgun sé langveik þriggja ára stúlka. „Það er dagaspursmál hvenær lífsnauðsynlegu lyfin hennar klárast. Svo erum við með ungan dreng sem er svo mikið slasaður að hann liggur bara. Fyrir hafði hann misst annað nýrað í sprengjutilræði Ísraelshers og það er svo ofboðslega sárt að þurfa að segja þessi næst en hinn þarf að bíða og þetta er ólýsanlega sár og vond tilfinning eins og það er síðan gott og gefandi þegar þetta gengur upp eins og gerðist núna þegar við fengum fyrstu fjölskylduna í hendur,“ útskýrir María. Þær María, Kristín og Bergþóra furða sig allar á því hversu hægt íslensk stjórnvöld hreyfa sig í málinu sér í lagi í ljósi þeirrar neyðar sem ríkir á Gasa. Aukinn þungi í árásum Ísraelshers í borginni Rafah bæti síðan gráu ofan á svart. Þær vita ekki til þess að nein hreyfing sé komin á málið. „Nei, og það er alveg ofboðslega skrítið til þess að hugsa að hér höfum við ráðuneyti sem að ég veit bara fyrir víst að er stútfullt af ofboðslega sérhæfðu, menntuðu, kláru fólki sem kann þetta. Þetta er það sem þau kunna þannig að maður veltir fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þessi töf? Hvar stoppar þetta? Því það getur engin sagt mér að þetta klára og vel menntaða fólk kunni ekki að bregðast við þessum aðstæðum, að það sé bara endalaust að funda og labba í sömu hringina.“ María segir að stjórnvöld verði að fara að bregðast við. Þetta snúist um klukkutíma en ekki daga í ljósi aukinnar ákefðar í árásum á Rafah. „Það verður ekki hægt að bjarga fólki í gegnum þessi landamæri ef íslensk stjórnvöld fara ekki að girða sig í brók og vinna vinnuna sem þau voru sannarlega kjörin til þess að sinna þá hafa þau líf allra þessara barna á samviskunni,“ segir María.
Palestína Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. 5. febrúar 2024 13:24 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. 5. febrúar 2024 13:24
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08
Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42