Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:43 Kristín Eiríksdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru á leiðinni til Íslands með fjölskylduna sem þær hjálpuðu yfir landamæri Rafah á dögunum. Tvær aðrar íslenskar konur eru á leiðinni út til að hjálpa. Aðsend Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. María Lilja Þrastardóttir er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM). „Það er móðir með þrjú börn sem eru komin hingað til Kaíró og fara í IOM á sunnudag þar sem verður gengið frá flugi og þau koma þá vonandi til Íslands og svo er það fjölskyldan okkar fyrsta sem er væntanleg til Íslands núna á næstu klukkustundum. Þau eru búin að vera í flugi og gengur vel og krakkarnir æðislega spenntir að hitta pabba sinn í fyrsta skipti, þessi litli,“ segir María Lilja. María biðlar enn og aftur til stjórnvalda að forgangsraða málinu því hún segir að ferlið myndi ganga mun hraðar fyrir sig með aðkomu diplómata. Unga móðirin með börnin sín þrjú, sem María hitti í morgun, er að koma úr afar erfiðum aðstæðum og er heilsan eftir því. Veikindi eru í hópnum. Ameera er elst í systkinahópnum, hún er ellefu ára, Abdeal er sex ára og Howayda er 4 ára. „Þau eru búin að hafast við í tjaldi, kulda og rigningu og þetta eru ung börn, það eru sýkingar og alls konar sem hafa komið upp og ég veit að eitt barnið er að fá læknisaðstoð bara í Kaíró núna vegna þess að það er svolítið lasið. Það er bara svo ótrúlegt með þetta fólk að býr yfir svo mikilli þrautseigju og stóískri ró. Þó það logi eldar þá er alltaf þessi kyrrð yfir þeim, þau eru bara rosalega fegin að vera komin út,“ segir María Lilja. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaðinum við að aðstoða dvalarleyfishafana. Fyrr í dag greindi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá því að stjórn Eflingar hefði ákveðið að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna en í stöðuuppfærslunni segir hún að styrkurinn yrði notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gasa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Egyptaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM). „Það er móðir með þrjú börn sem eru komin hingað til Kaíró og fara í IOM á sunnudag þar sem verður gengið frá flugi og þau koma þá vonandi til Íslands og svo er það fjölskyldan okkar fyrsta sem er væntanleg til Íslands núna á næstu klukkustundum. Þau eru búin að vera í flugi og gengur vel og krakkarnir æðislega spenntir að hitta pabba sinn í fyrsta skipti, þessi litli,“ segir María Lilja. María biðlar enn og aftur til stjórnvalda að forgangsraða málinu því hún segir að ferlið myndi ganga mun hraðar fyrir sig með aðkomu diplómata. Unga móðirin með börnin sín þrjú, sem María hitti í morgun, er að koma úr afar erfiðum aðstæðum og er heilsan eftir því. Veikindi eru í hópnum. Ameera er elst í systkinahópnum, hún er ellefu ára, Abdeal er sex ára og Howayda er 4 ára. „Þau eru búin að hafast við í tjaldi, kulda og rigningu og þetta eru ung börn, það eru sýkingar og alls konar sem hafa komið upp og ég veit að eitt barnið er að fá læknisaðstoð bara í Kaíró núna vegna þess að það er svolítið lasið. Það er bara svo ótrúlegt með þetta fólk að býr yfir svo mikilli þrautseigju og stóískri ró. Þó það logi eldar þá er alltaf þessi kyrrð yfir þeim, þau eru bara rosalega fegin að vera komin út,“ segir María Lilja. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaðinum við að aðstoða dvalarleyfishafana. Fyrr í dag greindi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá því að stjórn Eflingar hefði ákveðið að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna en í stöðuuppfærslunni segir hún að styrkurinn yrði notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gasa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Egyptaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42