Allar líkur á að gosið sé í andarslitrunum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2024 12:00 Gosið er líklegast að klárast, að sögn náttúruvársérfræðings. Vísir/Arnar „Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira