Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 21:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira