Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 06:41 Ljóst er af umsögnunum í samráðsgátt stjórnvalda að nokkur óánægja er með frumvarpið. Vísir/Einar Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira