Helgin köld en helstu áskoranir leystar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 12:03 Efri röð frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir og Auður Erla Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Önundur Reinhardtsson og Ásdís Rós Ásgeirsdóttir. Vísir/Einar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?