Fólk búið undir alls konar vendingar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 17:43 Unnið við hina nýju hitaveitulögn. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. „Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira