Hægt verði að auka aðgengi að Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:16 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Almannavarnir hafa endurmetið heildaráhættu fyrir Grindavík með tilliti til verðmætabjörgunar íbúa og fyrirtækja fyrir næstkomandi miðvikudag til föstudaga. Niðurstaðan er sú að hægt sé að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að til grundvallar sé meðal annars uppfært hættumat Veðurstofu. Þar kemur fram að dregið hafi tímabundið úr hættu vegna fyrirvaralausrar gosopnunar, hraunflæðis og fasmengunar. Áhættumatið byggi á samspili fjölmargra þátta, svo sem vöktunar, varna og viðbragða á staðnum, veðurs og rýmingartíma. „Niðurstaða áhættumatsins er að hægt er að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík, þrátt fyrir að ekki sé hægt að reikna með flóttaleið um Norðurljósaveg að Grindavíkurvegi. Reiknað er með að allir íbúar og fyrirtæki geti komist til Grindavíkur á einhverjum næstu þremur dögum, ef veðurskilyrði hamla ekki aðgengi, eða aðrar hættur skapast.“ Fram kemur í tilkynningunni að jarðkönnun sprungna í Grindavík sé ekki lokið. Því gildi áfram takmarkanir varðandi aðgengi að lóðum og opnum svæðum. Þau sem eigi QR kóða þurfi ekki að sækja um hann aftur. Áhættumatið gildir til fimmtudagsins 15. febrúar kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Um áttatíu íbúar hafa undanfarna daga nýtt sér aðgengi í Grindavík dag hvern. Þau sem þegar voru búin að skipuleggja að fara til Grindavíkur á næstu dögum en falla ekki undir þetta nýja plan geta enn haldið sínu skipulagi, að því er segir í tilkynningunni. Þau geti hringt í síma 4443500, frá kl. 8:00 til 15:00 til þess að fá ítarlegri upplýsingar. Staðan verður svo endurmetin næstu daga. Seinni part næsta föstudags og á laugardaginn er búist við slæmu veðri í Grindavík. Skipulag frá 14.2 – 16.2.: Miðvikudagur 14.febrúar (kl. 9-15) L 1 – L 5G 1 – G6I1 – I6 Fimmtudagur 15.febrúar (kl. 9-15) H1-H7S1/ S3 / Þórkötlustaðahverfi Föstudagur 16.febrúar (kl. 9-15) V1-V5M1 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að til grundvallar sé meðal annars uppfært hættumat Veðurstofu. Þar kemur fram að dregið hafi tímabundið úr hættu vegna fyrirvaralausrar gosopnunar, hraunflæðis og fasmengunar. Áhættumatið byggi á samspili fjölmargra þátta, svo sem vöktunar, varna og viðbragða á staðnum, veðurs og rýmingartíma. „Niðurstaða áhættumatsins er að hægt er að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík, þrátt fyrir að ekki sé hægt að reikna með flóttaleið um Norðurljósaveg að Grindavíkurvegi. Reiknað er með að allir íbúar og fyrirtæki geti komist til Grindavíkur á einhverjum næstu þremur dögum, ef veðurskilyrði hamla ekki aðgengi, eða aðrar hættur skapast.“ Fram kemur í tilkynningunni að jarðkönnun sprungna í Grindavík sé ekki lokið. Því gildi áfram takmarkanir varðandi aðgengi að lóðum og opnum svæðum. Þau sem eigi QR kóða þurfi ekki að sækja um hann aftur. Áhættumatið gildir til fimmtudagsins 15. febrúar kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Um áttatíu íbúar hafa undanfarna daga nýtt sér aðgengi í Grindavík dag hvern. Þau sem þegar voru búin að skipuleggja að fara til Grindavíkur á næstu dögum en falla ekki undir þetta nýja plan geta enn haldið sínu skipulagi, að því er segir í tilkynningunni. Þau geti hringt í síma 4443500, frá kl. 8:00 til 15:00 til þess að fá ítarlegri upplýsingar. Staðan verður svo endurmetin næstu daga. Seinni part næsta föstudags og á laugardaginn er búist við slæmu veðri í Grindavík. Skipulag frá 14.2 – 16.2.: Miðvikudagur 14.febrúar (kl. 9-15) L 1 – L 5G 1 – G6I1 – I6 Fimmtudagur 15.febrúar (kl. 9-15) H1-H7S1/ S3 / Þórkötlustaðahverfi Föstudagur 16.febrúar (kl. 9-15) V1-V5M1
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira