Fékk flogakast vegna streitu og álags Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 20:00 Eggert Sólberg Jónsson og Þuríður Gísladóttir stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í Grindavík í dag. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. Álagið síðustu mánuði sé búið að vera gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
„Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira