Vorið ekki komið þó snjórinn fari og hitinn hækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 18:56 Snjóþekjan sem víða hefur legið yfir gæti verið á undanhaldi. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir vorið ekki á næsta leyti, þó rauðar hitatölur séu farnar að sjást á kortum Veðurstofunnar fyrir helgina. Hins vegar megi eiga von á því að snjór á láglendi fari að hopa. „Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“ Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“
Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13