Arna sleit krossband: „Búin að gráta mikið í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 15:43 Arna Sif Ásgrímsdóttir mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. vísir/Anton Ljóst er að besta knattspyrnukona Bestu deildarinnar undanfarin ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, verður ekki með meisturum Vals á þessu ári eftir að hún sleit krossband í hné. Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna. Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna.
Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira