Samhliða þessu mælist skjálftavirkni áfram á Reykjaneshrygg og varð skjálfti að stærð 3,2 rétt norðvestur af klettadranginum Eldey klukkan 22:11 í gærkvöldi.
Þá heldur landris einnig áfram á svæðinu við Svartsengi. Land rís um 0,5 til 1,0 sentímetra á dag sem er svipaður hraði og eftir síðustu eldgos, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofunnar. Kvika heldur því áfram að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi og miklar líkur sagðar á því að atburðarrásin endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi.