„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 19:27 Talið er að fráveitukerfið í austurhluta Grindavíkur sé laskað. Björn Steinbekk Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð. Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð.
Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56