Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 22:33 Magnús Tumi ræddi stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum. vísir/vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00