Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 22:33 Magnús Tumi ræddi stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum. vísir/vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00