Tígrísdýr stökk á Gústa B í Dubai Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 10:49 Gústi B var staddur við tökur á nýju myndbandi tónlistarmannanna Patrik og Daniil í Dubai þegar tígrisdýr stökk á hann. Víkingur Heiðar Tónlistarmennirnir Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Daniil eru staddir í Dubai við tökur á nýju tónlistarmyndbandi þar sem tígrisdýr og hlébarði eru í aðalhlutverki. Með þeim eru útvarpsmaðurinn Gústi B, Víkingur Heiðar Arnórsson, Logi Snær plötusnúður og Arnar Dór Ólafsson myndatökumaður. Við tökurnar stökk tígrisdýrið á Gústa, sem slapp þó ómeiddur. Dýrið er í eigu Sultan M Khoory, eiganda einkadýragarðs, og vinar Víkings Heiðars. „Tígrisdýrið var nú bara eitthvað að leika og er rosalega geðgott. Vinur Víkings, sem býr hérna úti í Dubai, á það. Ég verð að viðurkenna að mér brá pínu þegar það stökk á mig, en ég meiddi mig ekkert sko. Ég elska dýr,“ segir Gústi í samtali við Vísi. Félagarnir við tökur á myndbandinu.Gústi B Patrik Tökur í eyðimörkinni Félagarnir virðast fljótir að aðlagast nýjum menningarheimum en fljótlega eftir að þeir lentu í Dubai mátti sjá þá birta myndband á Instagram þar sem þeir klæddust hvítum kuflum með slæður á höfði líkt og klæðnaður heimamanna. „Heimamenn tóku okkur fagnandi í klæðunum og við fengum mörg hrós. Það er merki um virðingu hér að klæðast þessum klæðum,“ segir Gústi. „Næstu dagar fara í tökur enda nóg til að mynda. Í dag erum við að fara í eyðimörkina að taka upp svo það er bara lazer fókus.“ Gústi B, Víkingur og Patrik komnir í klæðnað heimamanna.Gústi B Patrik grípur orðið og segir Gústa hafa farið brosandi á koddann í gærkvöldi eftir verslunarferð í eina stærstu verslunarmiðstöð heims. „Við náðum einum verslunarleiðangri í gær þar sem Gústi fékk að versla eitthvað og labbaði út með eina Louis Vuitton Duffel bag. Sjálfur var ég bara rólegur,“ segir Patrik. Tónlist Dýr Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Júlí Heiðar, Patrik og Elsa úr Frost fóru á kostum í lokaþættinum Júlí Heiðar og Patrik Atlason eða Prettyboitjokko fóru á kostum í lokaþætti Idol á föstudagskvöldið þegar þeir fluttu lagið Heim. 13. febrúar 2024 12:30 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2024 er hafin Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin fimmtudaginn 21. mars næstkomandi en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 8. febrúar 2024 12:17 Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. 20. apríl 2023 09:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Við tökurnar stökk tígrisdýrið á Gústa, sem slapp þó ómeiddur. Dýrið er í eigu Sultan M Khoory, eiganda einkadýragarðs, og vinar Víkings Heiðars. „Tígrisdýrið var nú bara eitthvað að leika og er rosalega geðgott. Vinur Víkings, sem býr hérna úti í Dubai, á það. Ég verð að viðurkenna að mér brá pínu þegar það stökk á mig, en ég meiddi mig ekkert sko. Ég elska dýr,“ segir Gústi í samtali við Vísi. Félagarnir við tökur á myndbandinu.Gústi B Patrik Tökur í eyðimörkinni Félagarnir virðast fljótir að aðlagast nýjum menningarheimum en fljótlega eftir að þeir lentu í Dubai mátti sjá þá birta myndband á Instagram þar sem þeir klæddust hvítum kuflum með slæður á höfði líkt og klæðnaður heimamanna. „Heimamenn tóku okkur fagnandi í klæðunum og við fengum mörg hrós. Það er merki um virðingu hér að klæðast þessum klæðum,“ segir Gústi. „Næstu dagar fara í tökur enda nóg til að mynda. Í dag erum við að fara í eyðimörkina að taka upp svo það er bara lazer fókus.“ Gústi B, Víkingur og Patrik komnir í klæðnað heimamanna.Gústi B Patrik grípur orðið og segir Gústa hafa farið brosandi á koddann í gærkvöldi eftir verslunarferð í eina stærstu verslunarmiðstöð heims. „Við náðum einum verslunarleiðangri í gær þar sem Gústi fékk að versla eitthvað og labbaði út með eina Louis Vuitton Duffel bag. Sjálfur var ég bara rólegur,“ segir Patrik.
Tónlist Dýr Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Júlí Heiðar, Patrik og Elsa úr Frost fóru á kostum í lokaþættinum Júlí Heiðar og Patrik Atlason eða Prettyboitjokko fóru á kostum í lokaþætti Idol á föstudagskvöldið þegar þeir fluttu lagið Heim. 13. febrúar 2024 12:30 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2024 er hafin Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin fimmtudaginn 21. mars næstkomandi en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 8. febrúar 2024 12:17 Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. 20. apríl 2023 09:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Júlí Heiðar, Patrik og Elsa úr Frost fóru á kostum í lokaþættinum Júlí Heiðar og Patrik Atlason eða Prettyboitjokko fóru á kostum í lokaþætti Idol á föstudagskvöldið þegar þeir fluttu lagið Heim. 13. febrúar 2024 12:30
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2024 er hafin Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin fimmtudaginn 21. mars næstkomandi en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 8. febrúar 2024 12:17
Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. 20. apríl 2023 09:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög