Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 12:14 Húsaleigan hljóðaði upp á 370 þúsund krónur. Myndin tengist fréttinni ekki með öðrum hætti en að á henni má sjá dæmi um borðplötur í eldhúsi. Unsplash Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar. Leigumarkaður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar.
Leigumarkaður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira