Dýri Guðmundsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 09:16 Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. ingimar Sigurðsson Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum. Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur. Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur.
Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira