Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2024 20:34 Sævar Þór Birgisson er einn þeirra sem spyr hvað verði um unga fólkið. vísir/einar árnason Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira