Segir Martin gera alla aðra leikmenn betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Craig Pedersen ræðir við Martin Hermannsson á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, talar vel um Martin Hermannsson fyrir leik Íslands og Ungverjalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Craig segir Martin alltaf að verða betri og betri. Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum