Segir Martin gera alla aðra leikmenn betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Craig Pedersen ræðir við Martin Hermannsson á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, talar vel um Martin Hermannsson fyrir leik Íslands og Ungverjalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Craig segir Martin alltaf að verða betri og betri. Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira