Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2024 10:32 Fjölskyldan í Freetown ásamt tökuliðinu. Efst frá vinstri: Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður, Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs, Henry Alexander Henrysson heimspekingur. Neðri röð frá vinstri: Henry Benedikt Henrysson, Lóa Pind Aldísardóttir leikstjóri og Emma Karen Henrysdóttir. „Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög