Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. febrúar 2024 14:00 Svali Kaldalóns hjá Tenerifeferðum segir íbúa almennt ekki óttast vatnsskort. vísir/magnús hlynur Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur. Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól. Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól.
Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira