Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. febrúar 2024 14:00 Svali Kaldalóns hjá Tenerifeferðum segir íbúa almennt ekki óttast vatnsskort. vísir/magnús hlynur Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur. Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól. Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól.
Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira