Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. febrúar 2024 14:00 Svali Kaldalóns hjá Tenerifeferðum segir íbúa almennt ekki óttast vatnsskort. vísir/magnús hlynur Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur. Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól. Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól.
Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira