MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 19:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira