Stjórnarsamstarfi slitið í Fjarðabyggð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 21:55 Stjórnarsamstarfið hefur staðið frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Ákvörðunin hafi komið í kjölfar þess trúnaðarbrests sem kom fram á bæjarstjórnarfundi 27. febrúar síðastliðinn þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. „Mikil vonbrigði“ „Hefur vinna við þær breytingar staðið frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið,“ skrifar Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð í tilkynninguna. Þar kemur einnig fram að góð samstaða og samstarf hafi verið í störfum hópsins og oddvitar bæjarstjórnarflokkanna hafi setið í hópnum. Niðurstöður hópsins hafi verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en tillaga byggð á niðurstöðunum var afgreidd. „Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana. Jafnframt hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.“ Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Ákvörðunin hafi komið í kjölfar þess trúnaðarbrests sem kom fram á bæjarstjórnarfundi 27. febrúar síðastliðinn þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. „Mikil vonbrigði“ „Hefur vinna við þær breytingar staðið frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið,“ skrifar Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð í tilkynninguna. Þar kemur einnig fram að góð samstaða og samstarf hafi verið í störfum hópsins og oddvitar bæjarstjórnarflokkanna hafi setið í hópnum. Niðurstöður hópsins hafi verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en tillaga byggð á niðurstöðunum var afgreidd. „Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana. Jafnframt hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.“
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48