„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2024 19:30 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í dag þar sem sagði að ákvörðun íslenskra stórnvalda um að frysta fjárframlög til UNRWA væri ekki aðeins óhófleg heldur líka vond, líkt og hún komst að orði í ræðu sinni. Vísir/Vilhelm Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm
Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01