Gunni hvetur Baldur og Felix fram Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 23:28 „Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. Vísir/Arnar Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira