Gunni hvetur Baldur og Felix fram Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 23:28 „Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. Vísir/Arnar Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira