Bergþór stríðir Samfylkingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:31 Bergþór Ólason, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar í útlendingamálum, í umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið. Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira