Fimm leiðir til að kveikja neistann eftir framhjáhald Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:31 Getty Framhjáhald er með því versta sem getur komið fyrir ástarsambönd. Hvort sem um ræðir líkamlegt eða andlegt framhjáhald. Ef pör ákveða að leggja svikin á bakvið sig og bjarga sambandinu krefst það mikillar einbeitingar og skuldbindingar af hálfu beggja aðila. Á danska lífstílsefnum Alt.dk má finna fimm ráð til fólks í þessari stöðu. 1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty Ástin og lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty
Ástin og lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira