Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Kolbeinn Tumi Daðason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. mars 2024 15:35 Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson hafa farið hönd í hönd í stafni breiðfylkingarinnar í samningaviðræðunum. Hér eru þau brosandi rétt fyrir klukkan fimm. vísir/vilhelm Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira