Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi æfa íþróttir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 13:30 Frá undirritun samningsins við íþróttafélagið Suðra. Frá vinstri, Helgi S. Haraldsson, formaður UMF. Selfoss, Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnisstjóri „Allir með“ og Ófeigur Ágúst Leifsson frá íþróttafélaginu Suðra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi, sautján ára og yngri æfa íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Af þessu hafa menn áhyggjur og því hefur verið stofnað til verkefnisins, „Allir með“, sem fer mjög vel af stað. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend
UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira