Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:16 Baldur ásamt dóttur sinni Álfrúnu Pelu og litlu Sóleyju Lóu auk hjónanna Valgerðar og Jakobs. Akrafjall í bakgrunni. Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. Baldur, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Gnarr grínisti og Halla Tómasdóttir forstjóri liggja öll undir feld varðandi forsetaframboð. Enginn hefur enn stígið fram. Alma landlæknir færist samkvæmt heimildum fréttastofu nær framboði. Jón Gnarr sagðist á Facebook um helgina íhuga næstu skref. Þá snerti Halla Tómasdóttir á áhyggjum sínum af eldfimri umræðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og sagðist íhuga framboð sitt alvarlega. Meðal kenninga um ástæður þess að mögulegir frambjóðendur hafa ekki látið vaða er sú að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugi framboð. „Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ sagði Katrín á Alþingi fyrir sléttri viku. Hún var þá beðin um nei eða já svar frá þingmanni Flokks fólksins hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til forseta. Baldur tjáir sig í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið sem telur nú tæplega átján þúsund manns. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra, stofnaði til hópsins fyrir viku að loknum fundi á heimili þeirra í Vesturbænum þar sem mögulegt framboð var til umræðu meðal fólks úr ýmsum áttum. Meðal annars fólki sem er hokið af reynslu í kosningabaráttu. „Við Felix erum djúpt snortnir yfir hvatningu ykkar og allra þeirra fallegu orða sem þið hafið látið falla um okkur. Þúsund þakkir fyrir öll boðin um aðstoð við hugsanlegt framboð. Mikið eruð þið fallegt og gott fólk,“ segir Baldur sem lét nokkra daga líða áður en hann gekk í hópinn. „Í kvöld buðu vinir okkar Valgerður og Jakob á Akranesi mér heim til að hitta nokkra sveitunga sína. Ég notaði tækifærið til að hlusta og heyra hvað Akurnesingar vilja helst að forsetinn og maki hans vinni að á komandi kjörtímabili. Þessar góðu umræður sem og ykkar mikilvægu framlög hér á síðunni munu nýtast okkur vel við þessa stóru ákvörðun sem við þurfum að taka. Þúsund þakkir til ykkar allra.“ Forsetakosningar 2024 Akranes Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Baldur, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Gnarr grínisti og Halla Tómasdóttir forstjóri liggja öll undir feld varðandi forsetaframboð. Enginn hefur enn stígið fram. Alma landlæknir færist samkvæmt heimildum fréttastofu nær framboði. Jón Gnarr sagðist á Facebook um helgina íhuga næstu skref. Þá snerti Halla Tómasdóttir á áhyggjum sínum af eldfimri umræðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og sagðist íhuga framboð sitt alvarlega. Meðal kenninga um ástæður þess að mögulegir frambjóðendur hafa ekki látið vaða er sú að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugi framboð. „Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ sagði Katrín á Alþingi fyrir sléttri viku. Hún var þá beðin um nei eða já svar frá þingmanni Flokks fólksins hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til forseta. Baldur tjáir sig í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið sem telur nú tæplega átján þúsund manns. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra, stofnaði til hópsins fyrir viku að loknum fundi á heimili þeirra í Vesturbænum þar sem mögulegt framboð var til umræðu meðal fólks úr ýmsum áttum. Meðal annars fólki sem er hokið af reynslu í kosningabaráttu. „Við Felix erum djúpt snortnir yfir hvatningu ykkar og allra þeirra fallegu orða sem þið hafið látið falla um okkur. Þúsund þakkir fyrir öll boðin um aðstoð við hugsanlegt framboð. Mikið eruð þið fallegt og gott fólk,“ segir Baldur sem lét nokkra daga líða áður en hann gekk í hópinn. „Í kvöld buðu vinir okkar Valgerður og Jakob á Akranesi mér heim til að hitta nokkra sveitunga sína. Ég notaði tækifærið til að hlusta og heyra hvað Akurnesingar vilja helst að forsetinn og maki hans vinni að á komandi kjörtímabili. Þessar góðu umræður sem og ykkar mikilvægu framlög hér á síðunni munu nýtast okkur vel við þessa stóru ákvörðun sem við þurfum að taka. Þúsund þakkir til ykkar allra.“
Forsetakosningar 2024 Akranes Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58
Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10