„Ég er bara skíthrædd hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 19:19 Myndir úr húsinu sem Sigurbjörg býr í. Vísir/Rúnar Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum. Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira