„Ég er bara skíthrædd hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 19:19 Myndir úr húsinu sem Sigurbjörg býr í. Vísir/Rúnar Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum. Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira