„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán er eigandi eignarinnar, sem hann viðurkennir sjálfur að sé langt frá því að vera leiguhæf. Leigjandi hans hafi hins vegar sótt það fast að fá að vera í húsnæðinu. Vísir/Rúnar Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“ Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira