Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2024 13:00 Eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39
Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24