Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. mars 2024 12:41 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Vísir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira