Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. mars 2024 12:41 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Vísir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent