„Áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:39 Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. Vísir/Arnar Forsætisráðherra segist ekki ætla að fagna neinu fyrr en ljóst sé hvernig atburðarrásinni í yfirstandandi eldgosi vindi fram. Erfitt sé að horfa upp á atburðinn sem sé enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02