Gylfi spilar á Íslandi daginn fyrir EM-umspilið Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað á Íslandi á miðvikudaginn. Valur/STYRMIR ÞÓR BRAGASON Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, er sagður spila sinn fyrsta leik í búningi Vals á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“ Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“
Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira