Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 09:31 Davíð Smári Lamude kom Vestra upp í efstu deild í fyrra, í fyrstu tilraun. Stöð 2 Sport Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16