„Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. mars 2024 11:30 Flugfreyjan og ofurskvísan Erna Viktoría er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Flugfreyjan Erna Viktoría hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og fær mikinn innblástur á ferðalögum sínum um heiminn. Hún er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Erna Viktoría er sannkölluð ofurskvísa. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er alls konar, síbreytileg og allt er leyfilegt. Ég elska að sjá hvernig fólk tjáir sig með klæðaburði. Að fylgjast með fólki, eða people watching, er líka stórskemmtilegt sport. Geri það mikið þar sem ég ferðast vegna vinnunar og get setið ein lengi á kaffihúsi með góðan bolla og stúderað annað fólk. Erna elskar að fylgjast með fólki í stórborgum og fá innblástur frá því. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ætli það sé ekki Hvisk veskið mitt sem ég fékk á útsölu fyrir einhverjum árum. Það er grænt og hvítt á lítinn sem er skemmtilegt kombó. Það fer líka svo vel við margt og hefur því mikið notagildi. Ég vel oftast að vera með það hversdags og fyrir aðeins fínni tilefni. Ég keypti mér svo bleika loðkápu um daginn sem ég er yfir mig ástfangin af og fær að láta ljós sitt skína í London um helgina. Bleika kápan fékk að njóta sín vel í London. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég viðurkenni alveg að hugsa langt fram í tímann í hverju ég ætla að vera þegar eitthvað stendur til. Ég fer oft á samfélagsmiðilinn Pinterest og skoða alls konar samsetningar hjá öðrum til að fá innblástur. Dagsdaglega er það mjög misjafnt og jogging gallinn verður mjög oft fyrir valinu. Svo er hægt að dressa hann niður með strigaskóm eða upp með hælum og kápu. Erna sækir meðal annars innblástur á samfélagsmiðilinn Pinterest. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Street/casual og alls konar inni á milli. Breytilegur eftir dagsformi. Persónulegur stíll Ernu er breytilegur frá degi til dags. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já algjörlega, ég er til dæmis miklu opnari fyrir að prófa alls konar nýtt og er litaglaðari en ég var. Óhræddari við að fara í það sem lætur mig líða vel óháð því hvað er endilega í tísku. Fylgihlutir eins og veski og sólgleraugu eru líka orðnir stór partur af mínum fataskáp í gegnum árin. Fylgihlutir á borð við sólgleraugu og veski eru vinsæl hjá Ernu. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst það ótrúlega gaman og er það klárlega orðið áhugamál hjá mér. Ég þarf samt að gera meira af því dagsdaglega. Ræktarföt og snúður í hárið einkennir mína daga oftast. Finn sjálf hvað það gerir mikið fyrir sjálfstraustið að vera í góðu dressi og setja á sig maskara. Erna segist finna jákvæð áhrif á sjálfstraustið að dressa sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins svo ég horfi mikið á hvað þær eru að klæðast. Einnig er Pinterest mitt go to til að sækja innblástur. Fylgi síðan nokkrar einstaklega smekklegar skandinavískar skvísur á Instagram. Þær eru alveg „meðetta“. Danska götutískan finnst mér líka mjög heillandi, en það gæti líka verið vegna þess að ég er fædd og uppalin þar og elska menninguna og allt sem við kemur dönskum stíl. Erna er alin upp í Danmörku og á sterkar rætur í dönskum stíl. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það held ég ekki. Bara ekki vera kalt! Ekkert verra en að reyna að vera töff en frjósa í leiðinni. Tók það tímabil út sem unglingur. Mínípilsin, pinnahælar og toppur. Tískutímabil sem ég þarf ekki að endurtaka. Erna segist ekki þurfa að endurtaka tímabilið þar sem það þótti smart að vera illa klædd. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki grændoppótti samfestingurinn hennar mömmu. Flík sem á sér sögu og var sérsaumuð á hana þegar hún var ung. Svo held ég mikið upp á gráa jakkafatasettið sem ég klæddist á brúðkaupsdaginn minn. Töffaralegt og tímalaust. Erna og Kristján giftu sig í skírn dóttur þeirra. Aðsend Ári síðar héldu þau partý og keypti Erna brúðarkjólinn á spott prís á Asos. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Aldrei láta neinn segja þér að þú sért of gömul til að klæðast ákveðnum fötum. Láttu ljós þitt skína. Ekki taka þessu of alvarlega og farðu í það sem lætur þig líða vel. Erna í París. Aðsend Hér má fylgjast með Ernu Viktoríu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. mars 2024 11:30 Sparks peysan og brúnkukremið eftirminnilegt tímabil Tískan spilar hlutverk í daglegu lífi förðunarfræðingsins, meistaranemans og samfélagsmiðla ofurskvísunnar Sara Linneth. Sara er í sambúð með Árna Páli, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, og þykja þau með smartari pörum bæjarins. Sara hefur farið í gegnum fjölbreytt tískutímabil en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. mars 2024 11:30 „Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2. mars 2024 11:30 Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. febrúar 2024 11:31 Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31 Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. febrúar 2024 11:31 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Erna Viktoría er sannkölluð ofurskvísa. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er alls konar, síbreytileg og allt er leyfilegt. Ég elska að sjá hvernig fólk tjáir sig með klæðaburði. Að fylgjast með fólki, eða people watching, er líka stórskemmtilegt sport. Geri það mikið þar sem ég ferðast vegna vinnunar og get setið ein lengi á kaffihúsi með góðan bolla og stúderað annað fólk. Erna elskar að fylgjast með fólki í stórborgum og fá innblástur frá því. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ætli það sé ekki Hvisk veskið mitt sem ég fékk á útsölu fyrir einhverjum árum. Það er grænt og hvítt á lítinn sem er skemmtilegt kombó. Það fer líka svo vel við margt og hefur því mikið notagildi. Ég vel oftast að vera með það hversdags og fyrir aðeins fínni tilefni. Ég keypti mér svo bleika loðkápu um daginn sem ég er yfir mig ástfangin af og fær að láta ljós sitt skína í London um helgina. Bleika kápan fékk að njóta sín vel í London. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég viðurkenni alveg að hugsa langt fram í tímann í hverju ég ætla að vera þegar eitthvað stendur til. Ég fer oft á samfélagsmiðilinn Pinterest og skoða alls konar samsetningar hjá öðrum til að fá innblástur. Dagsdaglega er það mjög misjafnt og jogging gallinn verður mjög oft fyrir valinu. Svo er hægt að dressa hann niður með strigaskóm eða upp með hælum og kápu. Erna sækir meðal annars innblástur á samfélagsmiðilinn Pinterest. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Street/casual og alls konar inni á milli. Breytilegur eftir dagsformi. Persónulegur stíll Ernu er breytilegur frá degi til dags. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já algjörlega, ég er til dæmis miklu opnari fyrir að prófa alls konar nýtt og er litaglaðari en ég var. Óhræddari við að fara í það sem lætur mig líða vel óháð því hvað er endilega í tísku. Fylgihlutir eins og veski og sólgleraugu eru líka orðnir stór partur af mínum fataskáp í gegnum árin. Fylgihlutir á borð við sólgleraugu og veski eru vinsæl hjá Ernu. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst það ótrúlega gaman og er það klárlega orðið áhugamál hjá mér. Ég þarf samt að gera meira af því dagsdaglega. Ræktarföt og snúður í hárið einkennir mína daga oftast. Finn sjálf hvað það gerir mikið fyrir sjálfstraustið að vera í góðu dressi og setja á sig maskara. Erna segist finna jákvæð áhrif á sjálfstraustið að dressa sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins svo ég horfi mikið á hvað þær eru að klæðast. Einnig er Pinterest mitt go to til að sækja innblástur. Fylgi síðan nokkrar einstaklega smekklegar skandinavískar skvísur á Instagram. Þær eru alveg „meðetta“. Danska götutískan finnst mér líka mjög heillandi, en það gæti líka verið vegna þess að ég er fædd og uppalin þar og elska menninguna og allt sem við kemur dönskum stíl. Erna er alin upp í Danmörku og á sterkar rætur í dönskum stíl. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það held ég ekki. Bara ekki vera kalt! Ekkert verra en að reyna að vera töff en frjósa í leiðinni. Tók það tímabil út sem unglingur. Mínípilsin, pinnahælar og toppur. Tískutímabil sem ég þarf ekki að endurtaka. Erna segist ekki þurfa að endurtaka tímabilið þar sem það þótti smart að vera illa klædd. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki grændoppótti samfestingurinn hennar mömmu. Flík sem á sér sögu og var sérsaumuð á hana þegar hún var ung. Svo held ég mikið upp á gráa jakkafatasettið sem ég klæddist á brúðkaupsdaginn minn. Töffaralegt og tímalaust. Erna og Kristján giftu sig í skírn dóttur þeirra. Aðsend Ári síðar héldu þau partý og keypti Erna brúðarkjólinn á spott prís á Asos. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Aldrei láta neinn segja þér að þú sért of gömul til að klæðast ákveðnum fötum. Láttu ljós þitt skína. Ekki taka þessu of alvarlega og farðu í það sem lætur þig líða vel. Erna í París. Aðsend Hér má fylgjast með Ernu Viktoríu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. mars 2024 11:30 Sparks peysan og brúnkukremið eftirminnilegt tímabil Tískan spilar hlutverk í daglegu lífi förðunarfræðingsins, meistaranemans og samfélagsmiðla ofurskvísunnar Sara Linneth. Sara er í sambúð með Árna Páli, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, og þykja þau með smartari pörum bæjarins. Sara hefur farið í gegnum fjölbreytt tískutímabil en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. mars 2024 11:30 „Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2. mars 2024 11:30 Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. febrúar 2024 11:31 Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31 Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. febrúar 2024 11:31 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. mars 2024 11:30
Sparks peysan og brúnkukremið eftirminnilegt tímabil Tískan spilar hlutverk í daglegu lífi förðunarfræðingsins, meistaranemans og samfélagsmiðla ofurskvísunnar Sara Linneth. Sara er í sambúð með Árna Páli, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, og þykja þau með smartari pörum bæjarins. Sara hefur farið í gegnum fjölbreytt tískutímabil en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. mars 2024 11:30
„Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2. mars 2024 11:30
Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. febrúar 2024 11:31
Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31
Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. febrúar 2024 11:31