Kolfinna og Sturla fóru út að borða saman á Steikhúsið við Tryggvagötu um helgina og fengu sér dýrindis steik og með því. Sætar kartöflur og annað góðgæti má sjá á borðinu hjá parinu sem virðist hafa húmorinn í lagi miðað við derhúfu tónlistarmannsins.

Sturla er einn ástsælasti leikari landsins og hefur sömuleiðis getið sér gott orð í tónlistinni. Í lok síðasta árs fór hann með hlutverk í leikritinu Ást Fedru á fjölum Þjóðleikhússins sem var í leikstjórn Kolfinnu.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur farið vel á með þeim Sturlu og Kolfinnu undanfarna mánuði.