Meðmælabréf kennaranna ekki nóg fyrir skólastjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:20 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Vísir Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Amanda Mist Pálsdóttir, umsjónarkennari í tíunda bekk, segir að vonbrigðin hafi verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hafi ekki fengið fastráðningu. Hún segir óánægju hafa gætt hjá nemendum í öllum þremur árgöngum, kennarar hafi verið í uppnámi og kennsla fallið niður í lok dags á fimmtudag. „Kennarar voru miður sín. Þetta voru bara mótmæli. Fólk var niðurbrotið.“ Vandaðir kennarar hurfu á braut Amanda tekur skýrt fram að óánægjan beinist að engu leyti gegn nýráðnum skólastjóra, Heimi Eyvindarsyni. Ánægja með störf Arnórs hafi verið mjög mikil og kennararnir lagt sig fram við að upplýsa Kópavogsbæ um þá staðreynd. „Það voru margir kennarar á báðum áttum í fyrra þegar Hörðuvallaskóla var skipt upp og þáverandi skólastjóri sagði upp starfinu,“ segir Amanda. Skólinn hafi misst vandaða kennara úr sínu teymi vegna óvissunnar en með komu Arnórs hafi margt breyst til batnaðar. Skólastjóraskipti höfðu verið tíð árin á undan og kennarar fundið fyrir miklu rótleysi. „Arnór kemur inn með rosalega flottar og sterkar skoðanir. Starfsmannahópurinn fer í rosalega góðan gír, við náum vel saman og allt er svo flott. Hann hefur gert geggjaðar stefnur með okkur í liði,“ segir Amanda. Kennararnir hafi fengið óþægilega tilfinningu þegar starfið var auglýst þótt allir hafi vitað að bærinn væri skyldugur til þess. Sendu meðmælabréf vegna Arnórs „Við sendum yfirlýsingu til menntasviðs Kópavogs, meðmælabréf fyrir Arnór. Við óskuðum eftir því að ákvörðunin yrði hugsuð til enda. Hér eru 35 starfsmenn og meirihlutinn rosalega ánægður með Arnór. Við finnum fyrir stöðugleika, samstöðu. Þetta er skólastjóri sem labbar inn í kennslustofur, gefur fimmur og andinn er rosalega góður.“ Skellurinn hafi því verið mikill þegar í ljós kom að Arnór varð ekki fyrir valinu. Amanda ítrekar að óánægjan beinist í engu gegn þeim sem varð fyrir valinu. „Það eru kennarar sem eru rosalega ósáttir,“ segir Amanda. Fengist hafi fundur með fulltrúum menntasviðs bæjarins á föstudag til að óska eftir nánari rökstuðningi á ráðningunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu ellefu um starf skólastjóra. Þrír voru boðaðir í annað viðtal og þurfti svo þriðja viðtal til áður en ákvörðun var tekin. Aðeins Arnór geti fengið rökstuðninginn Amanda segir að kennurum hafi ekki fundist þeir fá faglegan rökstuðning fyrir ráðningu Heimis á kostnað Arnórs. Aðeins Arnór sjálfur geti kallað eftir rökstuðningi sem aðili í umsóknarferlinu. Arnór vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Amanda segir mikið svekkelsi með að ekki hafi verið hlustað á raddir kennara. Nemendur voru líka svekktir og hengdu þeir upp stuðningsyfirlýsingar á veggi skólans í síðustu viku. Þær voru teknar niður í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Halla Björg Evans er formaður foreldrafélagsins í Kóraskóla. Hún segir foreldrafélagið hafa verið upplýst um ráðninguna, þau hafi rætt við kennara og menntasvið Kópavogsbæjar og til standi að ræða við báða skólastjóra til að gæta að því að vel sé haldið utan um börnin og starfið í skólanum. Ekki bara skólastjóri heldur poppstjarna Staða skólastjóra í þremur grunnskólum í Kópavogi var auglýst á sama tíma. Lindaskóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla. Skólastjórar sem ráðnir voru tímabundið til eins árs voru fastráðnir í Linda- og Hörðuvallaskóla en Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri í Kóraskóla. Hann hefur undanfarið ár starfað sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar áður var hann deildarstjóri elsta stigs grunnskóla í Hveragerði. Þá bauð hann fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands árið 2021. Heimir, sem er líklega frægastur sem hljómborðsleikari í Á móti sól, hyggur greinilega á flutninga í Kópavogi en eiginkona hans Sandra Sigurðardóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri íþróttafélagsins HK í Kórahverfinu í Kópavogi. Skrifstofa HK er í Kórnum sem einnig hýsir Kóraskóla. Kópavogur Grunnskólar HK Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Amanda Mist Pálsdóttir, umsjónarkennari í tíunda bekk, segir að vonbrigðin hafi verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hafi ekki fengið fastráðningu. Hún segir óánægju hafa gætt hjá nemendum í öllum þremur árgöngum, kennarar hafi verið í uppnámi og kennsla fallið niður í lok dags á fimmtudag. „Kennarar voru miður sín. Þetta voru bara mótmæli. Fólk var niðurbrotið.“ Vandaðir kennarar hurfu á braut Amanda tekur skýrt fram að óánægjan beinist að engu leyti gegn nýráðnum skólastjóra, Heimi Eyvindarsyni. Ánægja með störf Arnórs hafi verið mjög mikil og kennararnir lagt sig fram við að upplýsa Kópavogsbæ um þá staðreynd. „Það voru margir kennarar á báðum áttum í fyrra þegar Hörðuvallaskóla var skipt upp og þáverandi skólastjóri sagði upp starfinu,“ segir Amanda. Skólinn hafi misst vandaða kennara úr sínu teymi vegna óvissunnar en með komu Arnórs hafi margt breyst til batnaðar. Skólastjóraskipti höfðu verið tíð árin á undan og kennarar fundið fyrir miklu rótleysi. „Arnór kemur inn með rosalega flottar og sterkar skoðanir. Starfsmannahópurinn fer í rosalega góðan gír, við náum vel saman og allt er svo flott. Hann hefur gert geggjaðar stefnur með okkur í liði,“ segir Amanda. Kennararnir hafi fengið óþægilega tilfinningu þegar starfið var auglýst þótt allir hafi vitað að bærinn væri skyldugur til þess. Sendu meðmælabréf vegna Arnórs „Við sendum yfirlýsingu til menntasviðs Kópavogs, meðmælabréf fyrir Arnór. Við óskuðum eftir því að ákvörðunin yrði hugsuð til enda. Hér eru 35 starfsmenn og meirihlutinn rosalega ánægður með Arnór. Við finnum fyrir stöðugleika, samstöðu. Þetta er skólastjóri sem labbar inn í kennslustofur, gefur fimmur og andinn er rosalega góður.“ Skellurinn hafi því verið mikill þegar í ljós kom að Arnór varð ekki fyrir valinu. Amanda ítrekar að óánægjan beinist í engu gegn þeim sem varð fyrir valinu. „Það eru kennarar sem eru rosalega ósáttir,“ segir Amanda. Fengist hafi fundur með fulltrúum menntasviðs bæjarins á föstudag til að óska eftir nánari rökstuðningi á ráðningunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu ellefu um starf skólastjóra. Þrír voru boðaðir í annað viðtal og þurfti svo þriðja viðtal til áður en ákvörðun var tekin. Aðeins Arnór geti fengið rökstuðninginn Amanda segir að kennurum hafi ekki fundist þeir fá faglegan rökstuðning fyrir ráðningu Heimis á kostnað Arnórs. Aðeins Arnór sjálfur geti kallað eftir rökstuðningi sem aðili í umsóknarferlinu. Arnór vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Amanda segir mikið svekkelsi með að ekki hafi verið hlustað á raddir kennara. Nemendur voru líka svekktir og hengdu þeir upp stuðningsyfirlýsingar á veggi skólans í síðustu viku. Þær voru teknar niður í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Halla Björg Evans er formaður foreldrafélagsins í Kóraskóla. Hún segir foreldrafélagið hafa verið upplýst um ráðninguna, þau hafi rætt við kennara og menntasvið Kópavogsbæjar og til standi að ræða við báða skólastjóra til að gæta að því að vel sé haldið utan um börnin og starfið í skólanum. Ekki bara skólastjóri heldur poppstjarna Staða skólastjóra í þremur grunnskólum í Kópavogi var auglýst á sama tíma. Lindaskóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla. Skólastjórar sem ráðnir voru tímabundið til eins árs voru fastráðnir í Linda- og Hörðuvallaskóla en Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri í Kóraskóla. Hann hefur undanfarið ár starfað sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar áður var hann deildarstjóri elsta stigs grunnskóla í Hveragerði. Þá bauð hann fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands árið 2021. Heimir, sem er líklega frægastur sem hljómborðsleikari í Á móti sól, hyggur greinilega á flutninga í Kópavogi en eiginkona hans Sandra Sigurðardóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri íþróttafélagsins HK í Kórahverfinu í Kópavogi. Skrifstofa HK er í Kórnum sem einnig hýsir Kóraskóla.
Kópavogur Grunnskólar HK Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira