Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 17:59 Jón Björn Hákonarson, til vinstri, og Ragnar Sigurðsson við undirritun málefnasamnings í dag. Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins.
Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent